Gunnar Örn Harðarson

Framkvæmdastjóri og meðeigandi

Á 25 ára starfsferli sínum í einkaleyfageiranum hefur Gunnar öðlast víðtæka reynslu bæði með vinnu innan fyrirtækja og sem ráðgjafi. Hann er stofnandi og meðeigandi Árnason Faktor, og hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra síðan árið 1999. Hann hefur átt sæti í ýmsum ráðgjafanefndum um hugverkarétt , sem og í stjórnum fagsamtaka um málefni hugverkaréttinda.

Gunnar er véltæknifræðingur og hefur jafnframt lokið meistaraprófi í lögfræði.

Helstu sérfræðistörf Gunnars snúa að ráðgjöf um hugverkaréttindi, skipulag og umsjón með hugverkaréttindum viðskiptavina, gerð og rekstur einkaleyfisumsókna, mats -og álitsgerðum, andmælum, áfrýjunum og ráðgjöf vegna ágreiningsmála og rekstrar mála fyrir dómstólum.

Gunnar skrifar reglulega greinar um málefni er varða hugverkaréttindi og heldur oft fyrirlestra um hugverkarétt.

Gunnar er félagi í Félagi umboðsmanna vörumerkja og einkaleyfa (FUVE), European Patent Institute (Institute of Professional Representatives before the European Patent Office (EPI)), svo og AIPPI, UNION og INTA.