Ásdís Magnúsdóttir

Ráðgjafi á vörumerkjasviði og meðeigandi

Ásdís hefur yfir 20 ára reynslu í hugverkarétti og hefur bæði starfað sem ráðgjafi og fyrir Einkaleyfastofuna á Íslandi. Hún lauk námi við lögfræðideild Háskóla Íslands og er með meistarapróf í lögfræði frá Stanford-háskóla í Kaliforníu. Hún hefur einnig málflutningsréttindi.

 

Ásdís sinnir málum tengdum vörumerkjum, rekur mál vegna vörumerkjaskráninga og veitir ráðgjöf um hugverkaréttindi. Ásdís er félagi í Lögmannafélagi Íslands, INTA og FUVE.