Einkaleyfi

Einkaleyfi sem vernda helstu framleiðsluafurðir geta tryggt fyrirtækjum sterka samkeppnisstöðu.  Starfsmenn okkar hafa víðtæka menntun og þekkingu, bæði á sviði tækni og vísinda, sem og lögfræði, sem gerir okkur kleift að bjóða alhliða þjónustu og ráðgjöf um vernd hugverka á öllum helstu tæknisviðum, þ.m.t. efnafræði, hugbúnaði, líftækni, verkfræði og lyfjaiðnaði. Við getum aðstoðað þig við að meta nýnæmi og einkaleyfishæfni þinna hugmynda með það að markmiði að tryggja þín réttindi um allan heim. 

 

Verndum

hugverk

EINKALEYFATEYMIÐ

Vörumerki

Við veitum umfangsmikla þjónustu varðandi vörumerki, vörumerkjaþróun og verndun og skráningu auðkenna fyrirtækja, jafnvel áður en merkið er tilbúið af hendi hönnuðarins. Þjónustan er sérsniðin að þörfum hvers viðskiptavinar með landfræðilega staðsetningu, lagalegar kröfur, starfsemi og markhópa í huga.

Skráning vörumerkis getur reynst mikilvægur hlekkur í vernd hugverkaréttinda fyrirtækja. Ráðgjafar okkar veita ítarlega og sérsniðna ráðgjöf fyrir fyrirtæki sem hafa áhuga á að skrá vörumerki sín, hvort heldur sem er á Íslandi eða erlendis.

Auk skráningar veitum við frekari þjónustu sem snýr að vörumerkjum er nær frá leit, greiningu og tillögum um val á vörumerkjum, til leyfissölu og ráðlegginga um verndun vörumerkja um allan heim.

 

Í samstarfi við sérhæfð fyrirtæki í vöktunarþjónustu bjóðum við samfellda vöktun og eftirlit með vörumerkjum út um allan heim, með það að markmiði að fylgjast með og verja vörumerki fyrirtækja gegn hugsanlegum brotum af ýmsu tagi. Á sama tíma er í gangi virk starfsemi sem miðar að því að veita ráðgjöf og fræðslu til íslenskra fyrirtækja í samkeppni bæði heima og erlendis.

LEGGÐU MARK

Á MERKIÐ

Vörumerkjateymið

Hönnun

Hönnunarskráningu er ætlað að vernda útlit vöru, hvort sem er að öllu leyti eða að hluta til. Til þess að geta skráð útlit vöru sem hönnun þarf útlitið að hafa til að bera eitthvað sem telst vera nýtt. Árnason Faktor veitir viðskiptavinum sínum alhliða ráðgjöf um hönnunarvernd. um nýnæmi og möguleikum á skráningu og vernd hönnunarverka. Ráðgjöf okkar felur í sér mat á umfangi verndar sem viðkomandi hönnun getur öðlast auk ráðgjafar um hvað felst í þeim réttindum sem slík skráning veitir.

 

Við aðstoðum viðskiptavini okkar við gerð umsókna og viðhald skráningar bæði á Íslandi og erlendis.

Fagurfræðilegt

og hagkvæmt

gildi

 

Hönnunarteymið

Lén

Við aðstoðum fyrirtæki við að skrá lén hvar sem er í heiminum og við kaup á lénum sem þegar eru frátekin. Er jafnan boðið upp á netgátt þar sem fyrirtæki fá yfirlit yfir stöðu allra léna sinna sem er mikil hagræðing. Hægt að gera allar breytingar á einum stað, til dæmis að skipta um hýsingu og að uppfæra tengiliði. Allar endurnýjanir eru sjálfvirkar og því er hætta á að lén glatist fyrir mistök lágmörkuð. 

 

Einnig bjóðum við upp á aðstoð við gerð skráningarstefnu á lénum sem og vöktun vörumerkja á netinu. Vöktun gefur eigendum vörumerkja tækifæri til að fylgjast með hvernig merki þeirra eru notuð á netinu og af hverjum. Þau geta því brugðist fljótt og örugglega við hvers konar misnotkun og svindli á netinu sem er því miður sívaxandi vandamál.

Lögfræðiþjónusta

Sérfræðingar okkar eru samtals með áratuga reynslu á sviði hugverkaréttinda og eru ávallt reiðubúnir til þess að aðstoða þig og fyrirtæki þitt við öll mál sem lúta að hugverkarétti. Hugverkaréttindi eru oft meðal verðmætustu eigna fyrirtækja og saman getum við aðstoðað þig á öllum sviðum hugverkaréttar, hvort heldur sem um ræðir einkaleyfi, vörumerki, hönnun, lén eða nafnabreytingar, eða annað sem máli skiptir. Við erum leiðandi fyrirtæki á okkar sviði og höfum byggt orðspor okkar upp á traustum grunni. 

Við erum boðin og búin til þess að aðstoða þig og fyrirtæki þitt við að leysa hvers kyns hugverkaréttarmál sem þú gætir þurft lausn á. Fagmenn okkar hafa reynslu á mörgum sviðum, eins og verkfræði, efnafræði, lögfræði og líffræði og eru ávallt boðnir og búnir til að aðstoða og ráðleggja. Okkar nálgun er bæði skapandi og þverfagleg og þannig vinnum við að góðum og öruggum lausnum fyrir þig.

VERNDUM

HUGVERK

Lögfræðingar

Sprotafyrirtæki

Við aðstoðum sprotafyrirtæki við að taka nokkur af fyrstu skrefunum í þróunarferli þeirra. Þjónustan sem við bjóðum upp á er sérsniðin að þörfum hvers viðskiptavinar, en meðal þess sem við bjóðum upp á er leit að félagaheitum, stofnun félaga, leit að vörumerkjum og ráðgjöf og þarfagreining í tengslum við hugverkavernd.

 

Meðal fyrstu skrefa nýrra fyrirtækja og þjónustu okkar getur verið aðstoð við vörumerkjaskráningar, umsóknir um einkaleyfi og/eða hönnunarvernd, eftir því sem við á hverju sinni. Mikilvægt er fyrir ný fyrirtæki að huga vel að ákvörðun á nafni þess og val og vernd vörumerkja. Sérfræðingar okkar veita ráðgjöf um val á vörumerkjum og skráningu þeirra, hvort heldur sem er á Íslandi eða erlendis. Sérfræðingar okkar veita einnig ráðgjöf í tengslum við vernd á tæknilegum uppfinningum með einkaleyfum, en við getum aðstoðað við leitir og mat á einkaleyfishæfi uppfinninga, skrifað og unnið umsóknir og séð um framgang einkaleyfisumsókna hérlendis og erlendis. Þá veita sérfræðingar okkar ráðgjöf í tengslum við vernd á útliti vöru með hönnunarskráningum.

 

Ekki hika við að hafa samband við okkur til að fá nánari upplýsingar um þjónustu okkar.