Einar Karl Friðriksson

Ráðgjafi á einkaleyfasviði og meðeigandi

Einar byrjaði að feta hugverkaveginn eftir að hafa bæði numið og unnið við vísindarannsóknir, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum, en hann er með doktorspróf frá Cornell-háskóla.

 

Einar sérhæfir sig í einkaleyfum á sviði líftækni, efnafræði og lyfjafræði. Einar hefur víðtæka reynslu af málarekstri erlendis og gefur einnig lögálit vegna brota, gildis og hæfi til einkaleyfis. Hann er félagi í epi, AIPPI og núverandi formaður Félags umboðsmanna vörumerkja og einkaleyfa (FUVE).