Gunnar Örn Harðarson

Ráðgjafi á einkaleyfasviði og meðeigandi

Á 40 ára starfsferli sínum í einkaleyfageiranum hefur Gunnar öðlast víðtæka reynslu bæði með vinnu innan fyrirtækja og sem ráðgjafi. Hann er stofnandi og meðeigandi Árnason Faktor, og gengdi stöðu framkvæmdastjóra frá 1999-2024. Hann hefur átt sæti í ýmsum ráðgjafanefndum um hugverkarétt , sem og í stjórnum fagsamtaka um málefni hugverkaréttinda.

Gunnar er véltæknifræðingur og hefur jafnframt lokið meistaraprófi í lögfræði.

 

Helstu sérfræðistörf Gunnars snúa að ráðgjöf um hugverkaréttindi, skipulag og umsjón með hugverkaréttindum viðskiptavina, gerð og rekstur einkaleyfisumsókna, mats -og álitsgerðum, andmælum, áfrýjunum og ráðgjöf vegna ágreiningsmála og rekstrar mála fyrir dómstólum.

Gunnar skrifar reglulega greinar um málefni er varða hugverkaréttindi og heldur oft fyrirlestra um hugverkarétt.

Gunnar er félagi í Félagi umboðsmanna vörumerkja og einkaleyfa (FUVE), European Patent Institute (Institute of Professional Representatives before the European Patent Office (EPI)), svo og AIPPI, UNION og INTA.