Um okkur

Árnason Faktor varð til sumarið 2006 þegar Faktor einkaleyfaskrifstofa og A&P Árnason sameinuðust. Faktor einkaleyfaskrifstofa var stofnuð árið 1969, og hafði frá upphafi sérhæft sig í vernd hugverkaréttinda hér á landi og þjónustu við erlend fyrirtæki. A&P Árnason á rætur að rekja aftur til ársins 1985 og hefur verið brautryðjandi í eflingu hugverkaverndar í íslensku atvinnulífi.

 

Hugverk og vernd þeirra eru af mörgum talin grundvöllur fyrir áframhaldandi þróun og hagvexti í heiminum. Árnason Faktor sérhæfir sig í ráðgjöf í tengslum við verndun hugverka fyrir íslensk og erlend fyrirtæki. Starfsfólk okkar hefur áratuga reynslu á þessu sviði og leggjum við mikla áherslu á þjálfun og þekkingaruppbyggingu til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar. Starfsmenn félagsins hafa menntun og reynslu á sviði laga, tækni, raun- og hugvísinda.

 

 

 

Verndun hugverka er í eðli sínu alþjóðleg og því höfum við byggt upp samband við sérfræðinga á þessu sviði víðs vegar um heiminn. Með alþjóðlegu tengslaneti okkar og þekkingu og reynslu starfsmanna getum við aðstoðað viðskiptavini okkar við uppbyggingu hugverka bæði hérlendis sem erlendis.

 

Samstarf

Í hjarta meginlands Evrópu, Munchen, erum við með skrifstofu ásamt samstarfsaðila okkar, Stellbrink IP. Í Munchen eru jafnframt höfuðstöðvar Evrópsku Einkaleyfastofnunarinnar (EPO) staðsettar.  Auk áratuga reynslu af málflutningi hjá EPO hafa starfsmenn Stellbrink IP umfangsmikla tæknilega reynslu á sviði hugbúnaðar, verkfræði og eðlisfræði. Í sameiningu getum við því boðið upp á öfluga þjónustu á öllum helstu tæknisviðum.

Hafðu samband og við veitum þér nánari upplýsingar með ánægju.